Hide

Problem A
Heysáta

/problems/iceland.heysata/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd frá LittleAngell
Unnar er í heimsókn hjá frænda sínum sem á heima á bóndabýli. Unnar langar að hjálpa til við bústörfin og hefur frændi hans fengið honum verkefni til að leysa. Svo vill til að frændi hans týndi uppáhalds nálinni sinni í heysátu og langar afskaplega mikið til að finna hana aftur. Er möguleiki að nálin sé í heysátunni sem Unnar er að skoða? Ath. að þetta bóndabýli er nokkuð tæknivætt, þannig að heysáturnar eru ekki búnar til úr alvöru heyi, heldur úr streng af lengdinni $n$, og nálin sem frændi Unnars týndi er hátækni nál og er táknuð með staf.

Inntak

Fyrsta línan inniheldur $n$, fjölda stafa í heysátunni.
Önnur línan inniheldur stafinn $k$, nálina sem Unnar á að reyna að finna, getur verið hástafur eða lástafur.
Þriðja og síðasta línan inniheldur streng af lengdinni $n$, heysátan sem Unnar á að leita í, stafirnir geta verið hástafir eða lástafir, engin bil eru í strengnum.

Úttak

Ef nálin er í heysátunni, þá skal skrifa út Unnar fann hana!, annars skal skrifa út Unnar fann hana ekki!.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Inntaks takmarkanir

1

100

$1 \leq n \leq 10^4$

Sample Input 1 Sample Output 1
5
a
Unnar
Unnar fann hana!
Sample Input 2 Sample Output 2
2
r
er
Unnar fann hana!
Sample Input 3 Sample Output 3
8
G
snidugur
Unnar fann hana ekki!

Please log in to submit a solution to this problem

Log in